Í ca 3 km fjarlægð frá Kaffi Norðurfirði er Krossneslaug. Alveg einstakt fyrirbæri hér á ferð. Heita vatnið kemur úr hverum ofan úr hlíðinni og er hún staðsett alveg við fjöruborðið. Þar er einnig heitur pottur og má þar sjá seli bregða fyrir og njóta lífsins. Að njóta miðnætursólar í fallegu landslagi og stórbrotnu útsýni í náttúrulegri laug er frábær upplifun fyrir alla.

[/caption]